Fréttir

Vinnuvernd alla ævi – Eflum sjálbæra starfsævi

10 okt. 2017

Vinnueftirlitið stendur fyrir ráðstefnu á Grand hótel fimmtudaginn 19. október n.k. frá kl. 13:00 – 16:00.  Þema ráðstefnunnar er VINNUVERND ALLA ÆVI og er áhersla hennar sérstaklega á starfsumhverfi þeirra sem komnir eru yfir miðjan aldur.

 

Gestafyrirlesari á ráðstefnunni verður Dr. Joanne Crawford sem starfar hjá Fagstofnun um atvinnusjúkdóma (Institute of Occupational Medicine) í Edinborg í Skotlandi.

 

Auk Dr. Crawford flytja erindi á ráðstefnunni Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, Björg Þorleifsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, Jóhann Friðrik Friðriksson, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu, Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB, Guðmundur Kjerúlf, verkefnastjóri hjá Vinnueftirlitinu, Sigurður Pálsson, forstjóri BYKO og Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins.

 

Aðgangur að ráðstefnunni er án endurgjalds en skráning er skilyrði og fer fram á heimasíðu stofnunarinnar.

 

vinnuvernd

 

 

Til baka