Fréttir

Formaður LL fjallar um stöðu löggæslumála

24 okt. 2017

Formaður LL hefur verið í viðtölum í fjölmiðlum undanfarið í tengslum við komandi Alþingiskosningar þar sem rædd hafa verið málefni löggæslunnar á víðum grunni.  Athygli vekur, í stjórnmálaumræðunni nú, að nánast ekkert hefur verið fjallað um löggæslumál af hálfu þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis.

 

Fyrir kosningarnar árið 2016 sendi LL bréf á formenn allra flokka, sem þá buðu fram til Alþingis til að kalla eftir áherslum þeirra í málaflokknum og voru þau svör sem bárust satt best að segja afar kunnugleg.  Þó nokkrir flokkar gerðu ekki einu sinni svo lítið að svara bréfi LL.  Fátt varð hinsvegar um efndirnar.

 

Viðtölin við formann LL, á Bylgjunni voru annarsvegar í Reykjavík síðdegis þann 18. október s.l. og hinsvegar Í bítið þann 24. október.

 

Árið 2009 var einnig sent bréf á þá flokka sem þá buðu fram til Alþingis og kallað eftir svörum flokkanna um áherslu þeirra í löggæslumálum.

Til baka