Fréttir

Þing LL 2018

6 des. 2017

Stjórn LL ákvað á 843 fundi sínum þann 21. nóvember 2016, að XXXIV þing LL verði haldið dagana 23. – 25. apríl 2018 en staðsetning liggur ekki enn fyrir. 

 

Nánari upplýsingar um þingstað o.fl. í þeim efnum verða birtar hér á heimasíðu LL um leið og þær liggja fyrir.

Allar nánari upplýsingar um fjölda þingfulltrúa og val þeirra, framlagningu þingmála og fresti í þeim efnum er að finna í lögum LL.

Þá er allar upplýsingar um störf þingsins og reglur þar að lútandi að finna annarsvegar í lögum LL og þingsköpum.

Vakin er sérstök athygli á breytingum á lögum LL sem samþykktar voru á XXXIII þingi árið 2016 í þá veru að kjörtímabil stjórnar er nú þrjú ár í stað tveggja áður og þing þ.a.l. á þriggja ára fresti í stað tveggja.  Lagabreytingarnar tóku gildi þann 1. desember s.l. og er uppfærð lögin að finna í hlekknum hér að ofan á heimasíðu LL.

 

Í 20. gr. laga LL er að finna allar upplýsingar um kjör formanns, kjör stjórnar sem og fresti til tilkynningar á framboðum o.fl. en þar segir m.a. að formaður LL skuli kosinn í allsherjar póst- eða netkosningu meðal félagsmanna LL sama ár og þing er haldið og að kosningu skuli vera lokið í janúar. 

Jafnframt að þeir sem gefi kost á sér í kjör formanns skuli láta kjörstjórn LL vita skriflega, með bréfi eða tölvupósti, fyrir 15. desember í aðdraganda þingárs. 

Póstfangið er Landssamband lögreglumanna, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík og netfangið ll@bsrb.is. 

 

Uppfært 17. janúar 2018.

 

34. þing LL verður haldið í Munaðarnesi dagana 23. – 25. apríl n.k. skv. ákvörðun stjórnar þar um.

 

Um lögmæti þings, boðun o.fl., fer eftir lögum og þingsköpum LL.

Til baka