Fréttir

XXXIV þing LL 2018

8 des. 2017

Á 843 fundi sínum þann 21. nóvember 2016, ákvað stjórn LL að XXXIV þing LL skyldi haldið dagana 23. – 25. apríl 2018.  Staðsetning þingsins liggur ekki enn fyrir en upplýsingar þ.a.l. munu verða birtar hér á heimasíðu LL um leið og ákvörðun hefur verið tekin um þingstað.

 

Allar nánari upplýsingar um störf þingsins, val þingfulltrúa o.fl. er að finna í lögum og þingsköpum LL.

 

Líkt og segir í lögum LL (20. gr.) skal kjör formanns LL fara fram í janúar sama ár og þing er haldið.  Formaður er kosinn í allsherjar póst- eða netkosningu meðal félagsmanna LL.  Frestur til að skila inn framboðum til formanns er til 15. desember í aðdragandi þingárs.  Skulu þeir sem hyggjast gefa kost á sér til formanns láta kjörstjórn LL vita bréflega (á skrifstofu LL) eða með tölvupósti á netfangið ll@bsrb.is.

 

Nánari upplýsingar er að finna í frétt á heimasíðu LL.

Til baka