Fréttir

Áreitni á vinnustöðum – NEI TAKK!

9 jan. 2018

Vinnueftirlit ríkisins, í samvinnu við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins stendur fyrir fundi sem haldinn verður á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38 í salnum Gullteig, undir yfirskriftinni:

 

Áreitni á vinnustöðum – NEI TAKK!

 

 

Fundurinn er haldinn til að vekja athygli á mikilvægi þess að efla forvarnir á sviði vinnuverndar með sérstaka áherslu á einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

08:00     Kaffiveitingar

08:30     Setning, Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins

08:40     Ávarp forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur

              Innlegg frá aðilum vinnumarkaðarins:

              08:50   BSRB – Elín Björg Jónsdóttir

              09:00   Gallup – tölur um kynferðislega áreitni á vinnumarkaði

              09:10   Fjármála- og efnahagsráðuneyti

              09:20   Alþýðusamband Íslands – Gylfi Arnbjörnsson

              09:30   BHM – Þórunn Sveinbjarnardóttir

              09:40   Samtök atvinnulífsins – Hilmar Sigurðsson, Sagafilm

              09:50   Samband íslenskra sveitarfélaga – Hildur J. Gísladóttir

10:00     Ávarp og lokaorð félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar

10:10     Undirskrift viljayfirlýsingar.

 

Fundarstjóri:   Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins.

 

DAGSKRÁ

Til baka