Fréttir

Fundur með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins

14 feb. 2018

Þriðjudaginn 13. febrúar s.l. átti framkvæmdastjórn LL fund með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum auk Kragans.

 

Á fundinum var m.a. rætt og farið yfir vanefndir ríkisvaldsins vegna Bókunar 7 í kjarasamningi LL við fjármálaráðherra frá því í lok árs 2015 auk þess sem almennt ástand löggæslumála var rætt, skortur á faglærðum lögreglumönnum, staða stéttarinnar, aukið álag m.a. vegna fjölgunar verkefna, breytts verklags t.a.m. vegna rannsókna heimilisofbeldismála, fjölgunar ferðamanna o.fl., o.fl.

 

Fundurinn, sem stóð í rúma klukkustund var afar fræðandi og góður og ljóst að viðmælendur LL á fundinum fóru af honum með mun meiri vitneskju um raunverulegt ástand löggæslumála á Íslandi.

Til baka