Fréttir

Launaþróunartrygging

14 feb. 2018

Í tengslum við kjarasamninga sem undirritaðir voru undir lok árs 2015 var einnig gengið frá ýmsum atriðum er varða svokallaða launaþróunartryggingu (launaskriðstryggingu) sem átti að tryggja launþegum á hinum opinbera markaði það launaskrið sem kynni að verða á almennum vinnumarkaði.

 

Þann 21. desember 2017 skrifaði BSRB, f.h. aðildarfélaga sinna, undir samkomulag um útfærslu þessarar launaþróunartryggingar en útreikningar sýndu þá að hækkun til aðildarfélaga BSRB vegna hennar næmi 1,3% að meðaltali.

 

Gengið hefur verið frá því, við fjármálaráðuneytið, að hækkun þessi verði nýtt til hækkunar á launatöflu LL en hækkunin gildir frá 1. janúar 2017 og ætti, ef allt gengur að óskum, að koma til leiðréttingar við útborgun launa þann 1. mars. n.k.  

 

Sjá einnig frétt þessa efnis á heimasíðu BSRB.

Til baka