Fréttir

ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar

21 feb. 2018

Í tilkynningu á vef ASÍ í dag kemur fram að forsendur kjarasamninga séu brostnar að mati Alþýðusambandsins þar sem forsendur kjarasamninga um að launastefna þeirra hafi átt að vera stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir.

 

Af því tilefni hefur miðstjórn ASÍ boðað til formannafundar aðildarfélaganna miðvikudaginn 28. febrúar n.k. þar sem ákvörðun verði tekin um viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar.

 

Fréttir eru fluttar af þessari tilkynningu ASÍ á mbl.is sem og visir.is.

 

Verði sú ákvörðun ofan á, eftir formannafund ASÍ í komandi viku, að segja kjarasamningum lausum koma til framkvæmda þau ákvæði sem er að finna í 6. gr. kjarasamninga LL við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs frá 28. október 2008 en þar segir m.a. í 2. mgr.:

„Verði samningum á almennum vinnumarkaði sagt upp á grundvelli forsenduákvæðis þeirra á gildistíma samnings þessa er BSRB, fyrir hönd aðildarfélaga sinna, heimilt að segja samningum upp með þriggja mánaða fyrirvara miðað við mánaðamót.“

Til baka