Fréttir

WOW Air hætt starfsemi

28 mar. 2019

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur WOW Air hætt allri starfsemi sinni og skilað inn flugrekstrarleyfi sínu til Samgöngustofu.

Í fréttatilkyningu Samgöngustofu, er að finna ítarlegar upplýsingar um ýmis réttindi flugfarþega, í ljósi þessara frétta. 

 

Nánari upplýsingar til farþega WOW er að finna á heimasíðu WOW Air.

 

Landssamband lögreglumanna er að vinna í því að afla frekari upplýsinga, sem birtar verða hér á heimasíðu LL um leið og þær liggja fyrir, varðandi möguleg réttindi þeirra sem keypt hafa gjafabréf WOW Air og enn eiga eftir að leysa þau út í flugi.

 

Frétt uppfærð 10. maí 2019.

 

Verið er að bíða upplýsinga og yfirlits frá skiptastjóra WOW varðandi þau gjafabréf sem LL bauð félagsmönnum sínum til kaups, sem og hver þeirra hafa þegar verið notuð til fulls, farseðlar keyptir en ferð ekki farin o.s.frv.  Óvíst er, á þessari stundu, hvenær þessar upplýsingar munu liggja fyrir.

Þegar þær upplýsingar liggja fyrir verður hægt að fara í það að endurgreiða félagsmönnum.


Frétt uppfærð 11. júlí 2019.


Enn hafa engar upplýsingar borist frá skiptastjóra WOW, sbr. það sem fram kemur hér að ofan í uppfærslu fréttarinnar frá 10. maí s.l.

Um leið og þær berast og búið verður að vinna úr þeim verður haft samband við þá félagsmenn sem í hlut eiga.

Til baka