Fréttir

Stofnun ársins 2019

20 jún. 2019

Miðvikudaginn 15. maí s.l. kynnti Sameyki (SFR og StRv) niðurstöðu sínar úr könnuninni Stofnun ársins 2018 á hótel Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut 2.  

Eins og áður hefur komið fram hafa kannanir þessar verið unnar á hverju ári frá árinu 2006.  

Undanfarin ár hafa þær verið unnar í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið þ.a. öllum ríkisstarfsmönnum á að gefast kostur á því að svara spurningunum í könnuninni.

 

Niðurstöður fyrir allar ríkisstofnanir er hægt að nálgast á heimasíðu SFR (www.sfr.is) en röðun lögregluembættanna, ásamt sýslumannsembættum, í sæti á heildarlistanum er eins og fram kemur í töflunni hér að neðan, með samanburði allt aftur til ársins 2012 (stofnanirnar eru í stafrófsröð á listanum.  Grænn litur táknar betri og rauður verri árangur frá fyrra ári):
 
Löggæslustofnun 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Lögreglan á Austurlandi 101 ***  90 79 ***
Lögreglan á Norðurlandi Eystra *** 105 121 108 116
Lögreglan á Norðurlandi Vestra *** *** *** 18 21
Lögreglan á Suðurlandi 68 101 76 81 138
Lögreglan á Vestfjörðum 45 51 81 67 70
Lögreglan í Vestmannaeyjum *** 95 24 14 12
Lögregluskóli ríkisins 16 74 134 ***
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu 165 143 137 145 141 147 142 139
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum 90 48 81 72 128 145 140 ***
Ríkislögreglustjórinn 161 118 135 100 70 82 74 ***
Sérstakur saksóknari / Héraðssaksóknari 5 8 14 35 92 59 62 55
Sýslumaðurinn á Akranesi 10 12 10 * *
Sýslumaðurinn á Akureyri 166 149 141 * *
Sýslumaðurinn á Austurlandi 68 41
Sýslumaðurinn á Blönduósi 76 97 29 * *
Sýslumaðurinn í Borgarnesi  8 44 47 * *
Sýslumaðurinn á Eskifirði 172 140 138  * *
Sýslumaðurinn á Húsavík 27 20 11  * *
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli 53 21 9 * *
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 162
Sýslumaðurinn á Ísafirði 49 18 22 * *
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 20 93 29
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra 48 28 39
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki 7 21 * * – 
Sýslumaðurinn á Selfossi 149 135 114 * * – 
Sýslumaðurinn á Suðurlandi 101
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 130 115 57
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði 24 87 79 * *  –
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum 138 102 133
Sýslumaðurinn á Vesturlandi 106 145 147
Sýslumaður Snæfellinga 69 77 30 * *
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 110 68 32 * * 36 7 ***

*** = svarhlutfall of lágt þ.a. niðurstöður fyrir stofnunina eru ekki birtar opinberlega.

 

LL áréttar sem fyrr mikilvægi þess að allir lögreglumenn taki þátt í könnunum sem þessum, sem og öðrum könnunum sem þeim er boðin þátttaka í og varða störf þeirra en niðurstöður slíkra kannana eru m.a. notaðar í viðræðum við viðsemjendur LL í tengslum við úrbætur í starfsmannamálum, aðbúnaði, öryggi og hollustuháttum, kjaramálum o.fl.  

Til baka