Fréttir

Athyglisverður dómur Hæstaréttar Danmerkur varðandi starfsmannamál

20 ágú. 2019

Hæstiréttur Danmerkur hefur nýlega kveðið upp dóm þess efnis að undir vissum kringumstæðum geti launamaður tekið upp samtöl sín við sinn yfirmann, án hans vitneskju. 

Með þessum dómi hæstaréttar var snúið við dómi Landréttar Danmerkur, sem hafði komist að annarri niðurstöðu.  

 

Um dómsniðurstöðuna er fjallað í frétt á vef „Fagbevægelsens Hovedorganisation“, sem er bandalag stéttarfélaga opinberra starfsmanna í Danmörku en Landssamband danskra lögreglumanna er meðlimur þess bandalags.

 

Á heimasíðu bandalagsins kemur fram að hér sé um að ræða tímamótadóm sem mun koma sér vel fyrir opinbera starfsmenn.

 

Úrdrátt úr dómi Hæstaréttar Danmerkur, er hægt að lesa á heimasíðu réttarins.

Til baka