Fréttir

Ný heimasíða LL í vinnslu

17 sep. 2019

Ný heimasíða Landssambands lögreglumanna mun líta dagsins ljós innan nokkurra vikna en núverandi síða er hvorutveggja komin vel til ára sinna auk þess sem heimasíðuforritið, sem heldur utan um hana, bíður ekki upp á nýjustu útfærslur sem t.d. miða að því að gera hana notendavæna á snjalltækjum.  Þá er öll “ritsjórn” hennar mun erfiðari og flóknari (t.d. innsetning myndefnis) en gerist í þeim nýjustu forritum sem notuð er til slíkra hluta í dag.

 

Horft hefur verið til þess að viðmót hennar verði eins einfalt og mögulegt er og allar nauðsynlegustu upplýsingar og hnappar til að nálgast upplýsingar um styrki, umsóknir um styrki, ganga frá orlofshúsapöntunum o.fl. slíku verði aðgengilegar með innskráningu með hvorutveggja rafrænum skilríkjum og svokölluðum íslykli.

 

Dæmi um slíkar einfaldar síður er hægt að sjá í myndunum hér að neðan, annarsvegar heimasíðu Landssambands sænskra lögreglumanna og hinsvegar Sjúkraliðafélags Íslands:

 

Heimasíða Polisforbundet í Svíþjóð

 

 

 

Heimasíða slfi

Til baka