Fréttir

Lokun skrifstofu LL

10 des. 2019

Vegna veðuraðvarana Veðurstofu Íslands sem og tilmæla yfirvalda um að almenningur haldi sig heima við vegna þess veðurs sem á að ganga yfir landið nú upp úr hádegi og næsta sólarhringinn verður skrifstofa LL lokuð frá og með kl. 14:00.

Gert er ráð fyrir venjubundnum opnunartíma á morgun, miðvikudag, að því gefnu þó að versta veðrið verði gengið niður.

Athygli félagsmanna er vakin á því að hægt er að ganga frá öllum umsóknum um styrki, í sjálfsafgreiðslu í gegnum „Mínar síður“ hér á heimasíðu LL.

Til baka