Fréttir

Óbreytt staða í kjaraviðræðum

17 des. 2019

Lítil breyting hefur því miður orðið á stöðunni í kjaraviðræðum opinberra starfsmanna nú í desember og öll nótt úti um það að samningar náist fyrir áramót.  Það sem helst strandar á enn eru stóru kjarnamálin sem verið er að berjast fyrir á vettvangi BSRB.  Það eru, sem dæmi, stytting vinnuvikunnar, jöfnun launa á milli markaða og launaskriðs-/launaþróunartryggingin svokallaða.

Eins og fram hefur komið áður hefur náðst samkomulag við ríkisvaldið um styttingu vinnuvikunnar fyrir dagvinnufólk – sem er mun einfaldara verkefni viðureignar en gagnvart vaktavinnufólki – en það samkomulag er þó háð árangri í öðrum stórum málum, sbr. upptalninguna hér að ofan.  Nú er verið að berjast fyrir því að ná fram styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnufólk, því það mun ekki verða skilið eftir varðandi styttingu vinnuvikunnar.  Samkomulagið um styttingu vinnuvikunnar fyrir dagvinnufólk er enda, eins og fram hefur komið, háð árangri í öðrum málum.

Það hefur valdið verulegum vonbrigðum hversu langan tíma yfirstandandi kjaraviðræður hafa tekið en kjarasamningar ríkisstarfsmanna voru lausir 1. apríl s.l.

Til baka