Fréttir

Lokað vegna jarðarfarar

5 jan. 2020

Vegna jarðarfarar Jónasar Magnússonar, fyrrverandi formanns LL verður skrifstofa LL lokuð frá kl. 13:00, mánudaginn 6. janúar.

Jónas sat óslitið í stjórn LL frá árinu 1986 og formennsku gegndi hann á árunum 1992 – 2002.

Jarðarför Jónasar fer fram frá Grafarvogskirkju og hefst athöfnin kl. 15:00.

Landssamband lögreglumanna vottar fjölskyldu og aðstandendum Jónasar sína dýpstu samúð.

Til baka