Fréttir

Óbreytt staða í kjaraviðræðum

10 jan. 2020

Nú í upphafi árs hefur ekkert gerst sem breytir því sem fram kemur í frétt á heimasíðu LL þann 19. desember s.l. er varðar gang og stöðu kjaraviðræðna.

Engin niðurstaða er enn komin varðandi jöfnun launa á milli markaða, sem samkomulag var um, frá því í september 2016 (sjá einnig hér).  Þá hefur heldur engin niðurstaða fengist varðandi annarsvegar launaþróunar- / skriðstryggingu né heldur varðandi styttingu vinnuviku vaktavinnufólks en nú þegar liggja fyrir samþykkt drög að samkomulagi um styttingu vinnuviku dagvinnufólks, sem háð eru niðurstöðu vinnunnar er lýtur að vaktavinnufólki og lengd vinnuviku þess.

Sjá nánar í frétt á vef BSRB í kjölfar fundar samningseininga BSRB sem haldinn var í dag.

 

Til baka