Fréttir

Hægt þokast í kjaraviðræðum

21 jan. 2020

Það er skemmst frá því að segja að afar hægt hefur þokast í kjaraviðræðum opinberra starfsmanna og litlar sem engar fréttir að hafa, frá frétt hér á þessari síðu þann 10. janúar s.l.

Um liðna helgi voru haldnir vinnufundir starfshóps sem hefur haft það verkefni að leita lausna varðandi styttingu vinnuviku vaktavinnufólks sbr. frétt á mbl.is s.l. laugardag en stytting vinnuvikunnar er eitt stærsta forgangsmál heildarsamtaka opinberra starfsmanna.  Mál þetta var hinsvegar ekki til lykta leitt um liðna helgi og hefur þegar verið ákveðið að halda vinnufundum starfshópsins áfram um komandi helgi.

Til baka