Fréttir

Aðalfundur lífeyrisþegadeildar LL

29 jan. 2020

Aðalfundur lífeyrisþegadeildar Landssambands lögreglumanna verður haldinn þriðjudaginn 4. febrúar n.k. í sal Lögreglufélags Reykjavíkur, Brautarholti 30 og hefst fundurinn kl. 10:00.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Boðið verður upp á kaffiveitingar á fundinum.

Næstu fundir deildarinnar verða sem hér segir:

Þriðjudaginn 3. mars, kl. 10:00 í fundarsal á fyrstu hæð BSRB hússins – Fundarefni lífeyrismál en á fundinn kemur sérfræðingur frá LSR til að fara yfir eftirlaunamál.  Stefnt er að því að fá einnig á fundinn fulltrúa Tryggingastofnunar til að fara yfir þá hlið mála og tengsl við lífeyri.  Þeir sem eru að fara á eftirlaun á næstu misserum eru sérstaklega hvattir til að mæta til fundarins.

Þriðjudaginn 7. apríl, kl. 10:00 í sal Lögreglufélags Reykjavíkur, Brautarholti 30.

Til baka