Fréttir

Óbreytt staða kjaraviðræðna

4 feb. 2020

Enn er engar fréttir að hafa, umfram það sem þegar hefur verið sagt frá, af gangi kjaraviðræðna opinberra starfsmanna.  Sá hægagangur sem verið hefur á viðræðunum heldur áfram.  Þessi staðreynd kom berlega fram á fjölmennum baráttufundi BSRB, BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem haldinn var í Háskólabíó, fimmtudaginn 30. janúar s.l.

Fundarstjóri fundarins, sem streymt var víðsvegar um landið, var Snorri Magnússon, formaður LL.  Ræðu formanns LL, frá samskonar baráttufundi sem haldinn var í september 2015, geta áhugasamir lesið á heimasíðu LL.

Nánari upplýsingar sem og myndir frá fundinumlesa á heimasíðu Sameykis hér.

Þá er hægt að horfa á fundinn í heild sinni á heimasíðu BSRB.

Til baka