Fréttir

Enn óbreytt staða kjaraviðræðna

10 feb. 2020

Það þokast enn afar hægt í kjaraviðræðum opinberra starfsmanna líkt og ítrekað hefur komið fram hér á vef LL.  Unnið er hörðum höndum að útfærslum á styttingu vinnutíma vaktavinnufólks, en eins og gefur að skilja er það verkefni nokkuð flóknara úrvinnslu en stytting vinnutíma dagvinnufólks.

Ýmis önnur mál eru augljóslega einnig í vinnslu en vegna stöðu viðræðnanna (á forræði Ríkissáttasemjara) er því miður ekki hægt að gera ítarlega grein fyrir þeim hér þar sem deiluaðilum er óheimilt að skýra frá því sem fram fer á sáttafundum, sbr. 4. tl., 25. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.

Rétt er þó að vekja athygli á því hver staða viðræðnanna er í raun en eins og fram kemur í frétt á heimasíðu LL þann 7. febrúar s.l. (sjá einnig BSRB og Sameyki) eru þau aðildarfélög BSRB, sem hafa verkfallsrétt, nú að undirbúa kosningar um verkfallsaðgerðir.

Þá var haldinn stór baráttufundur í Háskólabíó, og víðsvegar um landið einnig, fimmtudaginn 30. janúar (sjá myndir frá fundinum), þar sem fulltrúar BSRB, BHM og Félags Íslenskra hjúkrunarfræðinga héldu framsögu.

Til baka