Spurt og svarað vegna styttingar vinnuvikunnar o.fl.
16 apr. 2020
Líkt og fram kom í fréttum hér á heimasíðu LL þann 24. mars, sem og þann 7. apríl s.l. hefur BSRB unnið vandað kynningarefni, fyrir öll aðildarfélög sín, vegna sameiginlegra atriða kjarasamninga, sem gengið var frá í húsnæði ríkissáttasemjara þann 9. mars s.l.
Kynningarefnið má nálgast hér að neðan og eru félagsmenn LL hvattir til að kynna sér efnið vel:
Stytting vinnuvikunnar í dagvinnu.
Stytting vinnuvikunnar í vaktavinnu.
Skil milli vinnu og einkalífs.
Jöfnun launa á milli markaða og launaþróunartrygging.
Spurt og svarað um kjarasamningana.
Kynningarglærur fyrir alla efnisflokkana.
Þá er einnig hægt að nálgast frekara kynningarefni á síðunni www.styttri.is, sem er á vegum BSRB sem og www.betrivinnutimi.is, sem er á vegum fjármálaráðuneytisins en þar stendur til að hægt verði á nálgast sérstaka reiknivél þ.a. starfsfólk geti séð „fyrir og eftir“ breytingar út frá eigin forsendum. Vefsíða fjármálaráðuneytisins er enn í vinnslu og óvíst á þessari stundu hvenær hún verður formlega opnuð.