Fréttir

Staða kjaraviðræðna

26 maí. 2020

Engin breyting hefur orðið á þeirri stöðu, sem er í kjaraviðræðum LL við ríkisvaldið, frá þeirri frétt sem flutt var af málinu þann 8. maí s.l.

Lögreglumenn eru, sem fyrr hvattir til að kynna sér vel og sérstaklega kynningarefni það sem unnið hefur verið af hálfu BSRB varðandi þá þætti og hluta kjarasamningsins, sem samið var um á svokölluðu sameiginlegu borði allra aðildarfélaga BSRB sem og annarra heildarsamtaka opinberra samtaka.  Þarna ber helst til að taka stóráfanga sem náðust varðandi styttingu vinnuvikunnar, skil milli vinnu og einkalífs o.fl.

Þetta kynningarefni er hægt að nálgast á heimasíðu BSRB hér:

Stytting vinnuvikunnar í dagvinnu.

Stytting vinnuvikunnar í vaktavinnu.

Breytingar á orlofsmálum.

Skil milli vinnu og einkalífs.

Jöfnun launa á milli markaða og launaþróunartrygging.

Spurt og svarað um kjarasamningana.

Kynningarglærur fyrir alla efnisflokkana.

Þá er einnig rétt að vekja athygli á því að BSRB mun verða með ítarupplýsingar um styttingu vinnuvikunnar á sérstakri sameiginlegri vefsíðu aðildarfélaganna www.styttri.is.

Fjármálaráðuneytið hefur einnig sett í loftið sérstaka kynningarsíðu vegna styttingar vinnuvikunnar, þar sem m.a. verður hægt að nálgast reiknivélar, sem sýna þann ávinning sem af styttingu vinnuvikunnar hlýst.  Vefslóð þessarar síðu á vegum fjármálaráðuneytisins er www.betrivinnutimi.is.

 

Til baka