Fréttir

Álits EFTA dómstólsins óskað vegna túlkunar á vinnutíma

3 júl. 2020

Landsréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að ekki skuli leitað ráðgefandi álits EFTA dómstólsins vegna ferðatíma en þar er verið að horfa til ákvæða vinnutímatilskipunar ESB um vinnutíma.  Hér er um að ræða mál sem höfðað hafði verið f.h. flugvirkja sem starfar hjá Samgöngustofu.  Um mál þetta var fjallað í frétt í Fréttablaðinu þann 20. júní s.l.

Slík mál hafa verið til skoðunar í réttindanefnd BSRB, að frumkvæði LL, en samskonar mál kom til kasta dómstóla í Noregi árið 2017 sbr. frétt á ruv.is þann 27. nóvember 2017 vegna ferða lögreglumanns vegna starfa hans.  EFTA dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ferðatíminn teldist til vinnutíma sbr. frétt um sama mál á heimasíðu BSRB þann 24. apríl 2019.  Hæstiréttur Noregs staðfesti á endanum þá niðurstöðu sem fram kom í ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins enda vinnutímatilskipun Evrópuráðsins í fullu gildi þar líkt og hér á Íslandi.

Ljóst er að niðurstaða EFTA dómstólsins í þessu íslenska máli mun hafa umtalsverð áhrif hér á landi að því gefnu að álit dómstólsins verði á sama veg og var í málinu í Noregi.

Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi skjölum:

Fréttatilkynning vegna EFTA dóms E-19/16, 27. nóvember 2017   (íslenskur texti)

Ráðgefandi álit EFTA dómstólsins E-19/16   (enskur texti)

Minnisblað BSRB um yfirvinnugreiðslur vegna ferða í þágu atvinnurekanda 4. september 2018  (íslenskur texti)

 

 

Til baka