Fréttir

Lögreglumaður smitaður af COVID-19

7 ágú. 2020

Lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið greindur með COVID-19. Þrettán lögreglumenn hafa þess vegna verið sendir í sóttkví og fimm til viðbótar eru í svokallaðri úrvinnslusóttkví.

Í tilkynningu frá embættinu í dag kemur fram að ekki sé talið að lögreglumaðurinn hafi smitast við störf sín hjá embættinu. Þegar í stað var gripið til viðeigandi ráðstafana og þeir sendir í sóttkví sem þörf var á.

Fram kemur að embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið skipt upp í sótthólf frá og með hádegi síðastliðinn föstudag, 31. júlí. Því hafi smitið aðeins áhrif á eina lögreglustöð í umdæminu, en ekki allar fjórar.

Unnið er að því að tryggja mönnun á vaktir vegna þeirrar stöðu sem upp er komin.

Til baka