Næsti fundur í kjaraviðræðum LL við ríkisvaldið
17 ágú. 2020
Næsti fundur í kjaradeilu LL við ríkisvaldið verður haldinn n.k. miðvikudag, 19. ágúst, kl. 13:00 – 15:00.
Enn er ástæða til að benda félagsmönnum LL á það sem þegar hefur áunnist í viðræðum á hinu svokallaða „Stóra borði“ en þar ber hæst styttingu vinnuvikunnar sem á að taka gildi 1. janúar 2021 hjá dagvinnufólki og 1. maí 2021 hjá vaktavinnufólki.
Frekari upplýsingar um þessi atriði o.fl. er að finna í hlekkjunum hér að neðan:
Stytting vinnuvikunnar í dagvinnu
Stytting vinnuvikunnar í vaktavinnu
Jöfnun launa á milli markaða og launaþróunartrygging
Spurt og svarað um kjarasamningana
Kynningarglærur fyrir alla efnisflokkana
Vakin hefur verið athygli á ofangreindu hér á heimasíðu LL, í fréttum þann 8. júní s.l., þann 26. maí s.l., þann 8. maí s.l., þann 16. apríl s.l., þann 7. apríl s.l., þann 30. mars s.l., þann 24. mars s.l. og í fleiri fréttum þar á undan.