Fréttir

Kjaraamningur við ríkið undirritaður í dag

16 sep. 2020

Síðdegis í dag skrifaði Landssamband lögreglumanna undir nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins en viðræður hafa staðið lengi yfir – með hléum.

Undirritunin fór fram í húsnæði Ríkissáttasemjara. Samningurinn er að fullu afturvirkur til 1. apríl 2019.

Stjórn LL hefst nú handa við að vinna kynningarefni fyrir félagsmenn en samningurinn verður bæði kynntur með rafrænum hætti og á fundum, eftir því sem aðstæður leyfa, í næstu viku. Nánari upplýsingar þar að lútandi verða sendar félagmönnum á tölvupóstföng þeirra.

Rafræn kosninga um kjarasamninginn fer fram þegar hann hefur verið kynntur félagsmönnum.

Til baka