Fréttir

Lögreglumenn samþykkja kjarasamning

23 sep. 2020

Lögreglumenn hafa samþykkt kjarasamning sem kjörstjórn Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra skrifuðu undir þann 16. september síðastliðinn.

Rúm 59% samþykktu samninginn en rúm 40% greiddu atkvæði gegn samningnum. 0,48% atkvæða voru auð, eða þrjú talsins.

Kjörstjórn LL kom saman klukkan 10 í morgun til að fara yfir og staðfesta niðurstöðu kosningarinnar, sem var rafræn.

Á kjörskrá voru 719 en atkvæðu greiddu 629. Þátttaka í kosningunni var því 87,48%.

Samkomulagið felur í sér framlengingu á kjarasamningum milli LL og ríkisvaldsins og telst samþykkt.

Til baka