Fréttir

Innágreiðsla launahækkana í júlí 2019

29 sep. 2020

Rétt er að vekja athygli félagsmanna LL á þeirri staðreynd að í miðri kjarasamningsvinnunni (stytting vinnuvikunnar o.fl.) um mitt ár 2019 gerðu samningsaðilar með sér samkomulag um framlengingu viðræðuáætlunar á sama tíma og gert var hlé á viðræðunum í júlí 2019.

Samkomulagið fól það í sér að ríkið greiddi inn á “væntanlegar kjarabætur” kr. 105.000,- til launaþega í fullu starfi.  Þessi innágreiðsla kemur því til frádráttar, líkt og legið hefur fyrir frá því í lok júní 2019, þeirri leiðréttingu launa sem er afturvirk til 1. apríl 2019, með leiðréttingarútborguninni núna 1. október.

Sjá nánar í frétt af heimasíðu BSRB dags. 27. júní 2019.

Til baka