Stytting vinnuvikunnar – umbótasamtal á vinnustöðum
2 okt. 2020
Líkt og fram kom í frétt hér á heimasíðu LL þann 24. september s.l., þá á vinna að vera komin í gang er lýtur að styttingu vinnuvikunnar í bæði dag- og vaktavinnu ríkisstarfsmanna á öllum opinberum vinnustöðum. Liður í þessari vinnu er umbótasamtal um styttingu vinnuvikunnar sem einnig á að vera hafið.
Það er afar mikilvægt að átta sig á því að hér er um samtal stjórnenda og starfsmanna að ræða til að finna bestu leiðir að innleiðingu styttingar vinnuvikunnar á hverjum vinnustað fyrir sig, hvort sem það lýtur að dag- eða vaktavinnu, þar sem það er ljóst að engir eru betur til þess fallnir til að finna réttar leiðir í þessum efnum en einmitt starfsmenn hvers vinnustaðar.
Fræðsluefni vegna þessarar vinnu er smám saman að koma inn á vefsíðuna www.betrivinnutimi.is og því nauðsynlegt fyrir alla hlutaðeigandi að fylgjast mjög vel og reglulega með þeim upplýsingum sem þar birtast.
Tvö fræðslumyndbönd voru sett inn á vefsíðuna í gær. Annað er kynningarmynd er lýtur að betri vinnutíma í vaktavinnu en hitt er kynningarmyndband vegna þess umbótarsamtals sem nauðsynlegt er að eigi sér stað inni á vinnustöðum. Það á hvorutveggja við dag- og vaktavinnu:
Kynning betri vinnutíma í vaktavinnu
Þá er og rétt að benda líka og sérstaklega á
Feril við innleiðingu betri vinnutíma í vaktavinnu
og
Leiðbeiningar fyrir innleiðingu betri vinnutíma í vaktavinnu (pdf skjal), sem hvorutveggja er að finna á vefsíðunni Betri Vinnutími.
Hér fyrir neðan er svo tvö áhugaverð myndbönd sem ríkið hefur notast við á kynningarfundum með stjórnendum sínum:
Betri vinnutími í dagvinnu – tækifæri og áskoranir, sjónarhorn starfsfólks og stjórnenda
Hugarfar og nýsköpun í breytingum