Fréttir

BSRB – húsið lokað vegna kórónaveirunnar

7 okt. 2020

Frá og með þriðjudeginum 6. október hefur BSRB-húsinu verið lokað fyrir öðrum en starfsfólki hússins.  Þó er hægt að komast inn í húsið með því að hringja á undan sér og einnig við dyrnar að húsinu.  Þetta er gert í ótilgreindan tíma vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.  Símtölum og tölvupóstum er svarað eins og vanalega.  Bent er á að hægt er að komast í sjálfsafgreiðslu allra umsókna í sjóði félagsins, sem og orlofshús í gegnum „Mínar síður“ hér efst á síðunni.

Landssamband lögreglumanna

525-8360
ll@logreglumenn.is

Til baka