Stytting vinnuvikunnar – Fræðslumyndbönd
14 okt. 2020
Nú þegar stytting vinnuvikunnar er á næsta leyti er mikilvægt að trúnaðarmenn og aðrir félagar í aðildarfélögum BSRB séu upplýstir um hvernig ferlið á að vera og hvernig hægt er að vera virkur í samtalinu inni á sínum vinnustað.
Undir venjulegum kringumstæðum hefði verið boðað til fjölmennra funda til að kynna ferlið og upplýsa okkar fólk, en vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar gengur það ekki. Þess í stað höfum við hjá BSRB unnið þrjú fræðslumyndbönd – sjá hér að neðan – þar sem farið er nákvæmlega yfir ferlið.
Fyrsta myndbandið er stutt kynningarmyndband en í hinum er fjallað annars vegar um ferlið hjá starfsmönnum sem vinna í dagvinnu en hins vegar hjá þeim sem vinna vaktavinnu.
Félagsmönnum LL er einnig og sérstaklega bent á frekari fræðslu í þessum efnum sem finna má í fréttum hér á heimasíðu LL:
Stytting vinnuvikunnar – umbótasamtal á vinnustöðum
Sem og á heimasíðunum: