Fréttir

Lögreglumaðurinn kominn út

27 okt. 2020

Nýtt tölublað Lögreglumannsins er komið út og hefur verið borið út til félagsmanna. Í blaðinu er meðal annars rætt við lögreglumenn sem smituðust af COVID-19 við skyldustörf á Suðurlandi í sumar. Símon Geir Geirsson og Íris Edda Heimisdóttir lýsa því bæði hvernig þau upplifðu veikindin og fjarveruna frá fjölskyldum sínum, á viðkvæmum tímapunkti í lífi þeirra.

„Þetta var mikið áfall,“ segir Símon um það þegar hann greindist en þá var konan hans gengin 38 vikur. Hann mátti horfa á fæðinguna í gegn um Messenger á meðan hann glímdi við veikindin.

Í blaðinu er meðal annars fjallað um nýjan kjarasamning og hvernig sú breyting sem gerð var á námi lögreglumanna kemur til með að breyta menningu innan lögreglunnar. Farið er yfir byrjunarörðugleika sem fylgt hafa tilfærslu námsins yfir á háskólastig. Vegleg íþróttaumfjöllun er á sínum stað, pistill frá formanni félagsins og sitthvað fleira.

Um er að ræða fyrsta tölublaðið í ritstjórn nýs umsjónarmanns, Baldurs Guðmundssonar blaðamanns.

Hér má lesa blaðið í vefútgáfu.

 

Til baka