Fréttir

XXXV þing LL 2021

3 des. 2020

XXXV þing LL verður haldið, skv. lögum LL, í apríl / maí 2021 (sjá 10. gr. laga LL).  Endanlegar dagsetningar liggja ekki fyrir, af augljósum ástæðum (COVID-19) og þá liggur staðsetning heldur ekki fyrir af sömu ástæðum.  Upplýsingar um ofangreint munu verða birtar hér á heimasíðu LL um leið og ákvörðun hefur verið tekin um þingstað og dagsetningar.

Allar nánari upplýsingar um störf þingsins, val þingfulltrúa o.fl. er að finna í lögum og þingsköpum LL.

Líkt og segir í lögum LL (20. gr.) skal kjör formanns LL fara fram í janúar sama ár og þing er haldið.  Formaður er kosinn í allsherjar póst- eða netkosningu meðal félagsmanna LL.  Frestur til að skila inn framboðum til formanns er til 15. desember í aðdragandi þingárs.  Skulu þeir sem hyggjast gefa kost á sér til formanns láta kjörstjórn LL vita bréflega (á skrifstofu LL) eða með tölvupósti á netfangið ll@bsrb.is.

Þá er einnig rétt að vekja athygli deilda og félagsmanna LL á 25. gr. laga LL er varðar stjórnarkjör en stjórnir deilda skulu fyrir 20. janúar auglýsa eftir þeim sem vilja gefa kost á sér í stjórn LL frá viðkomandi félagssvæði.

Kjörstjórn LL.

Til baka