Fréttir

Stytting vinnuvikunnar – umbótasamtal – vinnutímanefnd

4 des. 2020

Er umbótasamtal hafið eða jafnvel lokið á þínum vinnustað?  Er búið að framkvæma kosningu um styttingu vinnuvikunnar?

Í flestum kjarasamningum sem voru undirritaðir veturinn 2019-2020 er kveðið á um heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma og stytta vinnuvikuna í allt að 36 virkar vinnustundir á viku. Þetta á þó ekki við um öll stéttarfélög, því ýmsir hópar eru með annars konar útfærslu á vinnuskyldu en hefðbundna 40 stunda vinnuviku.

Meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi ríkisstofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess að draga úr skilvirkni og gæðum þjónustu.

Trúnaðarmenn og stjórnendur velja fólk í vinnutímanefndir sem endurspegla vinnustaðinn og ólík sjónarmið innan hans (umbótasamtal).

Trúnaðarmenn á stofnun velja fulltrúa sinna heildarsamtaka launafólks.  Ekki er nauðsynlegt að fulltrúar komi úr hópi trúnaðarmanna, en trúnaðarmenn búa oft yfir reynslu og þekkingu á kjarasamningum sem kann að vera verðmæt í ferlinu.  Stjórnendur stofnana skipa sína fulltrúa.  Tryggja skal að öll heildarsamtök launafólks eigi að minnsta kosti einn fulltrúa í nefndinni, þannig að einn fulltrúi hið minnsta skal vera félagi í einhverju af aðildarfélögum BSRB.  Með samkomulagi má fjölga fulltrúum í nefndinni og er æskilegt að nefndin endurspegli vinnustaðinn og sjónarmið ólíkra hópa starfsfólks.

Sjá nánar á:

BETRI VINNUTÍMI

STYTTRI

 

Til baka