Fréttir

Nýjir stofnanasamningar

10 des. 2020

Vinna við nýja stofnanasamninga, í framhaldi af gerð nýs kjarasamnings LL, í september s.l. gengur að óskum en vinnan er unnin af hálfu stofnanasamningsnefndar LL sem kosin var á þingi LL í apríl 2018 og fulltrúum lögreglustjórafélagsins.  Vinnuhópnum til aðstoðar við vinnuna er sérstakur ráðgjafi sem fenginn var til verksins frá ráðgjafafyrirtækinu Vöxtur og ráðgjöf.  Allar vonir standa til – og í raun ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir því – að búið verði að klára endurröðun starfa í nýja launatöflu fyrir komandi áramót.

Til baka