Fréttir

Syngja inn jólakveðju og skora á hin embættin

13 des. 2020

Lögregluþjónarnir Stein­ar Gunn­ars­son og Erna Rut Kristjáns­dótt­ir hafa á Youtube birt fallegt myndband þar sem þau syngja jólakveðju frá embætti lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

MBL greinir frá uppátækinu en þar kemur fram að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þau hafi brugðið á leik með þessum hætti. Á þau hafi verið skorað að endurtaka leikinn. Haft er eftir Steinari að þau hafi einfaldlega ákveðið að slá til, til að hressa upp á tilveruna á þessum tímum. Ekki veiti af.

Eins og sjá má í meðfygljandi myndbandi syngja þau Steinar og Erna Rut listavel. Í umræddri frétt skorar Steinar á önnur lögregluembætti, slökkvilið, Landhelgisgæslu, tollinn og fangelsin að gera slíkt hið sama. „Nú hend­um við bara bolt­an­um á önn­ur embætti,“ segir Stein­ar.

Jólakveðjuna hugljúfu má sjá og heyra hér að neðan.

Til baka