Opið fyrir umsóknir um orlofshús um páska
5 feb. 2021
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um páskaúthlutun orlofshúsa 2021. Fresturinn rennur út á miðnætti 24. febrúar. Páskavikan er frá mánudegi til mánudags og kostar vikan 25 þúsund krónur.
Einnig er búið að opna fyrir tímabilið eftir páska fram í miðjan maí en þar gildir reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“.
Orlofshús félagsins eru á Flúðum, við Geysi, á Eiðum á Austurlandi og í Munaðarnesi í Borgarfirði. Loks hefur félagið til útleigu íbúð í Reykjavík.