Fréttir

Formaður LL: Ráða þarf 75 lögreglumenn

12 apr. 2021

Ráða þarf um 75 nýja lögreglumenn vegna styttingar vinnuvikunnar sem tekur gildi um mánaðamótin. Áætlað er að kostnaðurinn vegna þess nemi um 900 milljónum króna. RÚV greinir frá þessu.

Þar er haft eftir Snorra Magnússyni formanni að stytting vinnuvikunnar muni hafa í för sér aukna yfirvinnu, ef ekki verði ráðinn mannskapur til að mæta þessu. Hann segir að ekki liggi fyrir hversu stóran hluta af þessum kostnaði ríkið er til í að greiða.

Þann 1. maí tekur stytting vinnuvikunnar gildi hjá opinberum starfsmönnum.

Frétt RÚV má lesa hér.

Til baka