Fréttir

Óttast aukna fíkniefnanotkun ungmenna

7 maí. 2021

Lögreglustjórafélag Íslands óttast að fíkniefnanotkun ungmenna aukist verði ný lög um ávana- og fíkniefni samþykkt á Alþingi. Í frumvarpinu felst svokölluð afglæpavæðing neysluskammta. „Lögreglustjórafélag Íslands telur einsýnt að fíkniefnaneysla ungmenna muni aukast og viðhorf þeirra til vímuefna verði jákvæðara verði frumvarpið að lögum,“ segir meðal annars í umsögn félagsins.

Lögreglustjórafélagið segir í umsögninni að það sé hlynnt þeirri nálgun að vanda vímuefnanotenda eigi að meðhöndla í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu. Enda séu minniháttar mál leyst með sektum.

Tilefni frumvarpsins er sögð sú stefnumörkun stjórnvalda að meðhöndla eigi vanda vímuefnanotenda. „Hér ber fyrst og síðast að hafa hagsmuni barna og unglinga að leiðarljósi. þeir sem munu græða mest á boðuðum breytingum eru fíkniefnaframleiðendur og fíkniefnasalar. Þeir munu nýta allra leiða til frekari athafna verði frumvarp þetta að lögum,“ segir í umsögninni.

<a href=”http://umsagnir.gogn.in/thing/151/thingmal/714/umsagnir/2910″>Umsögnina má sjá hér.</a>

Til baka