Fréttir

BSRB-húsið opnað á ný

16 maí. 2021

BSRB-húsið við Grettisgötu 89 hefur verið opnað á ný vegna tilslakana stjórnvalda á sóttvarnaraðgerðum. Húsið var lokað fyrir öðrum en starfsfólki frá 25. mars vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Gestir hússins eru beðnir um að virða merkingar um sóttvarnir sem settar hafa verið upp, nota grímur, og virða tveggja metra regluna. Þá eru gestir hvattir til að ntoa spritt til sótthreinsunar.

„Að því sögðu bjóðum við þau sem eiga erindi við BSRB, Styrktarsjóð BSRB eða þau félög sem eru með skrifstofu í félagamiðstöðinni við Grettisgötu 89 innilega velkomin!“ segir á vef BSRB.

Til baka