Dregur úr kynbundnum launamun
7 sep. 2021
Launamunur karla og kvenna hefur dregist saman á tímabilinu 2008 til 2020. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn á launamun kynjanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra niðurstöður rannsóknarinnar á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Fram kemur að kynbundin skipting vinnumarkaðar í störf og atvinnugreinar skýri að miklu leyti þann launamun sem sé til staðar en áhrif menntunarstigs og lýðfræðilegra þátta á launamun hafa minnkað, sérstaklega síðustu ár.
Frá 2008 til 2020 minnkaði munur á atvinnutekjum karla og kvenna úr 36,3% í 23,5%, óleiðréttur launamunur minnkaði úr 20,5% í 12,6% og leiðréttur launamunur úr 6,4% í 4,1%. Leiðréttur launamunur metur hvort karlar og konur með sömu eiginleika eða þætti fái sambærileg laun.
Leiðréttur launamunur hjá ríkinu hefur minnkað úr 4,9% árið 2008 í 4,2% 2016 og 3,3% árið 2020.