Fréttir

Nýtt tölublað Lögreglumannsins

8 okt. 2021

Nýtt tölublað Lögreglumannsins var borið út í dag. Blaðið er 32 síður og fullt af áhugaverðu lesefni. Þar er meðal annars að finna ítarlega úttekt á sögu sprengjusérfræði innan lögreglunnar en lögrelgumenn hafa glímt við sprengjur allt frá síðari heimsstyrjöld.

Í blaðinu er að finna einkar áhugaverða frásögn Þorsteins Skúlasonar, fyrrverandi lögreglumanns. Í greininni lýsir hann því hvernig var að hefja störf sem lögreglumaður fyrir 55 árum. Hann minnist meðal annars fyrstu útkallanna.

Í Lögreglumanninum að þessu sinni er einnig fjallað um áhrif streitu lögreglumanna á fjölskyldur þeirra, fjallað er um stöðu stofnanasamningsins, Menntastur lögreglunnar birtir grein um námsframboð auk þess sem greint er frá íþróttum lögreglumanna og heiðursviðurkenningum sem veittar voru á árinu.

Loks ritar nýr formaður LL, Fjölnir Sæmundsson, sinn fyrsta pistil í Lögreglumanninn.

Blaðið var borið út í dag en það má einnig nálgast með rafrænum hætti hér.

Hefur þú áhuga á að birta grein í Lögreglumanninum, eða hefur hugmyndir um áhugavert efni í blaðið? Netfang ritstjóra er baldur@ordaval.is.

Til baka