Fréttir

Smit hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

25 okt. 2021

Sjö starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru komnir í einangrun og tíu til viðbótar eru í sóttkví. COVID-19-smit hafa komið upp hjá embættinu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá þessu á Facebook og minnir á að faraldurinn sé hvergi nærri afstaðinn og mikilvægt sé að sinna sóttvörnum. Nú stendur yfir vinna við að senda tvö hundruð starfsmenn embættisins í skimun.

Fram kemur að þrátt fyrir þetta gangi starfsemi embættisins fyrir sig með eðlilegum hætti.

Til baka