Fréttir

Heiðursmerki afhent

28 okt. 2021

Á nýafstöðnu þingi LL voru ellefu félagsmönnum veittar orður frá Landssambandi lögreglumanna fyrir félagsstörf. Fjórir fengu gullmerki, fjórir silfurmerki og þrír bronsmerki. Að þessu sinni voru heiðurmerkin afhent fyrir árin 2020 og 2021.

Gullmerki

Magnús Einarsson
Magnús Einarsson hefur verið viðriðinn félagsmál lögreglumanna til margra áratuga. Verið
þingforseti á landssambands þingum. Magnús er vel verðugur handhafi gullmerkis Landssambands
lögreglumanna.

Óskar Sigurpálsson
Óskar Sigurpálsson á áratuga sögu í félagsmálum lögreglumanna. Óskar er vel verðugur handhafi
gullmerkis Landssambands lögreglumanna.

Guðmundur Fylkisson
Guðmundur á áratugi að baki í félagsstörfum fyrir lögreglumenn. Nú síðustu ár hefur vakið mikla
eftirtekt áhugi hans og þrotlaus vinna í garð stofnunar lögregluminjasafns. Guðmundur er vel
verðugur handhafi gullmerkis Landssambands lögreglumanna.

Frímann Birgir Baldursson
Frímann hefur setið öll Þing LL síðan 2004. Í trúnaðarmannanefnd LL 2002 -2008. Í stjórn LR um tíma
Í fleiri, fleiri nefndum og starfshópum fh. LL síðan 2008. Ritari stjórnar LL 2008-2012. Varaformaður
og gjaldkeri LL 2012-2021. Félagsstörf fyrir LFS. Þingritari 2 þing og á einu aukaþingi. 17 ár í ýmsum
félagsstörfum fyrir lögreglumenn af 23 árum í starfi. Frimann er vel verðugur handhafi gullmerkis
Landssambands lögreglumanna.

Silfurmerki

Baldur Ólafsson
Félagsstörf Baldur eru hann er IPA: félagi frá 2006 og í stjórn frá 2006. Ritari 2012. Starfandi forseti
síðan okt 2019. Í framboði til forseta IPA á næsta aðalfundi fyrir tímabilið 2021-2024. LL: stjórn frá
2012. Í framkvæmdastjórn LL sem ritari frá 2016. Kom að kjaraviðræðum 2014, 2015 og 2019/20
ásamt öðru. Í stjórn LL frá 2021-2024. Baldur er í Trúnaðamannaráði, Húsbóndaábyrgðarnefnd.

Árni Pálsson
Skráður í IPA 1993 í stjórn IPA frá árinu 1994 til 2012. Aðalritari IPA íslensk deild frá árinu 2003 til
2012. Hefur verið á tveimur þingum LL og á síðasta þingi valinn til að vera varamaður í Orðunefnd.

Aðalsteinn Júlíusson
Aðalsteinn hefur starfað í stjórnum lögreglufélaga til margra ára. Einnig verið í stjórn LL og nefndum
og ráðum.

Þórný Þórðardóttir
Var eitt kjörtímabil í LL, 2001 eða 2002, Starfsmaður þings og sat tvö þing fyrir LR.

Bronsmerki

Kristján Hagalín Guðjónsson
Kristján hefur setið í stjórn LL frá 2018 auk þess að vera í nefnd um húsbóndaábyrgð (réttindanefnd)
og setið í samninganefnd LL um stofnanasamningsgerð.

Stefán Örn Arnarsson
Stefán hefur setið í stjórn LL frá 2016 og hefur farið fyrir samninganefnd LL í stofnanasamningsgerð.

Selma Haraldsdóttir
Selma hefur verið í stjórn lögreglukórsins frá upphafi þess að hann var endurvakinn og þá sem
blandaður kór, en það var haustið 2017. Hún situr í tveimur nefndum innan LL en það er trúnaðarmannaráðið og svo í öryggis-, fata- og tækjanefnd LL. Hefur jafnframt setið þing LL.

Til baka