Fréttir

Vopnavæðing lögreglunnar rædd á málþingi

22 feb. 2022

Háskólinn á Akureyri stendur á morgun, miðvikudaginn 23. febrúar, fyrir málþingi þar sem rætt verður um vopnavæðingu lögrelgunnar. Hér fyrir neðan má sjá kynningu málþingsins en það hefst klukkan 12.00. Hægt er að fylgjast með því rafrænt. Formaður LL er á meðal fyrirlesara á málþinginu.
Umræðan um vopnavæðingu lögreglu vaknar með reglulegu millibili. Oft er það svo, að umræðan er háværust, þegar atvik í samfélaginu og samfélagsumræðan spyr, hvort ástæða sé til aukins viðbúnaðar og jafnvel almenns vopnaburðar lögreglu. Á því eru skiptar skoðanir.
➡️ Á hinn bóginn má velta fyrir sér, hvort þessi þörf sé til staðar og þá hverjar séu ástæður hennar?
➡️ Má tefla fram einstökum atvikum eingöngu til rökstuðnings fyrir hugmyndinni eða þarf að ræða myndina í víðara samhengi?
➡️ Hvað þýðir það, að vopnavæða lögregluna almennt?
➡️ Hvers konar vopn eða varnartæki er um að ræða?
➡️ Hver er staðan í dag og getum við tekist á við það verkefni að vopnavæða lögreglu, ef ákvörðunin er tekin?
Um þessi atriði og fleiri verður rætt á rafrænu hádegismálþingi Lagadeildar og Lögreglufræðinámsbrautar við Háskólann á Akureyri miðvikudaginn 23. febrúar nk. kl. 12-13.
FYRIRLESARAR:
👮 Ásgeir Þór Ásgeirsson, Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.
👮 Birgir Jónasson, Lögreglustjóri á Norðurlandi vestra og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri
👮 Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna.

Til baka