Fréttir

Stefna til þriggja ára mótuð og samþykkt

26 mar. 2022

Framhaldsþing 46. Þings BSRB fór fram dagana 24.- 25.mars en fyrri hluti þingsins fór fram í september 2021.
Á þinginu var stefna BSRB til næstu þriggja ára mótuð og samþykkt.

Fyrri dag þingsins störfuðu fimm málefnahópar:

  • málefnahópur um Starfsumhverfi starfsmanna í almannaþjónustu,
  • málefnahópur um um Kjaramál,
  • málefnahópur um Velferðarmál,
  • málefnahópur um jafnrétti og jöfnuð og
  • málefnahópur um framtíðarvinnumarkaðinn.

Hóparnir lögðu tillögur sínar að stefnu fyrir þingið seinni daginn til umræðna og samþykktar. Að auki voru samþykktar ýmsar ályktanir út frá þeirri stefnu sem samþykkt var. Fulltrúar LL tóku virkan þátt í þinginu og félagið átti fulltrúa í öllum málefnahópum.

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, stýrði hópnum um janfrétti og jöfnuð og fylgdi úr hlaði tillögum þess hóps á þinginu. Um ný samþykkta stefnu BSRB í þessum málaflokkum má lesa á vef þingsins undir þingskjöl, bsrbthing.is.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Fjölni í pontu á þinginu.

Til baka