Fréttir

Opnað fyrir bókanir á Eiðum

27 apr. 2022

Sunnudaginn 1. maí, klukkan 08:00, verður opnað fyrir bókanir orlofshúss félagsins á Eiðum á Austurlandi. Þar verður hægt að bóka daga eftir þörfum og ekki gerð krafa um að taka húsið í heila viku.

Á sama tíma verður opnað fyrir bókanir á þeim tímabilum sem ekki gengu út í úthlutun.

Um húsið:

Sumarhúsabyggð BSRB að Eiðum stendur við Eiðavatn og þar á LL eitt hús með þremur svefnherbergjum (6 svefnstæði og 2 aukadýnur), stofu og eldhúsi. Húsinu fylgir árabátur. Lyklabox er utan á húsinu. Taka þarf með sængurfatnað, handklæði, tuskur og viskastykki, ruslapoka og salernispappír.

Egilsstaðir er næsti þéttbýliskjarni, en þangað er um 12 km.

Náttúrufegurð Fljótsdalshéraðs lengi verið rómuð fyrir utan hvað kjörið er að gefa sér tíma til að skoða Austurlandið.

Til baka