Lögreglumessa á sunnudaginn – allir velkomnir
29 apr. 2022
Hin árlega lögreglumessa verður haldin í Hjallakirkju sunnudaginn 1. maí kl. 17:00.
Að venju er það Lögreglukórinn sem syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Prestur er sr. Sunna Dóra Möller og ræðumaður verður Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna.
Léttar veitingar í boði eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir