Fréttir

Sumarlokun skrifstofu í júlí

1 júl. 2022

Líkt og undanfarin ár er opnun og starfsemi skrifstofu Landssambands lögreglumanna skert í júlímánuði vegna sumarleyfa. Sumarlokun skrifstofu verður frá og með föstudeginum 8. júlí til og með 29. júlí. Skrifstofan opnar aftur eftir sumarleyfi þriðjudaginn 2. ágúst en næstu fundir sjóðsstjórna og nefnda eru í ágúst. Er rétt að hvetja félagsmenn til að bera brýn erindi upp við skrifstofu í tæka tíð áður en til sumarlokunar kemur.

Bent er á að unnt er að nálgast helstu þjónustu, senda umsóknir um styrki, bóka orlofshús, kaupa ferðaávísun, veiði- og útilegukort, gjafabréf o.s.frv. á heimasíðu félagsins logreglumenn.is, á mínum síðum og á orlofsvef og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.

Einnig hægt að senda erindi með tölvupósti á ll@bsrb.is eða ll@logreglumenn.is en fylgst verður með innsendum erindum og brugðist við eftir atvikum og tilefni.

Landssamband lögreglumanna óskar félagsmönnum gleðilegs sumars.

Til baka