Fréttir

Lögreglan er fyrir alla

5 júl. 2022

„Það er einlæg von mín og trú að hinsegin samfélagið og lögreglan taki höndum saman í baráttunni fyrir jafnara samfélagi þar sem hinsegin fólk nýtur nákvæmlega sömu viðhorfa og þjónustu allir aðrir, bæði innan lögreglunnar og út í samfélaginu.“

Þetta skrifar Fjölnir Sæmundsson, formaður LL, í niðurlagi skoðanagreinar á Vísi í dag. Yfirskrift greinarinnar er Lögreglan er fyrir alla.

„Þó ég sé ekki í stöðu til þess að lofa því þá er ég alveg sannfærður um að stjórnendur lögreglunnar í dag eru tilbúnir að biðjast afsökunar á framferði lögreglunnar þegar hún hefur brotið á fólki vegna kynhneigðar þess,“ skrifar formaðurinn meðal annars.

„Til þess að græða slík sár mætti til dæmis safna slíkum sögum saman til að læra af þeim og fá þá sem telja að brotið hafi verið á til að segja sína sögu. Fyrir slíku fyrirkomulagi eru nokkur fordæmi hér innanlands og erlendis.“

Hér má lesa greinina.

Til baka